
HVAÐ GERÐIST Á 7 DÖGUM? EKKERT. EN 7. ÞÁTTUR AF LOF MÉR AÐ TALA ER KOMINN ÚT…
Því miður komst okkar elskulegi tæknimaður og vinkona, Hinrik, ekki þar sem hann er fyrir norðan að elta veðrið. Í hans stað kom hún Ingibjörg Fía, vinkona og hugsuður. Þátturinn var því ögn kaótískari en venjulega og við afsökum langa bið eftir nýjum þætti... ekki örvænta þó því við lofum veislu.
Hver eru umræðuefnin? Jú þau eru alltaf jafn víðfemd: Nýtt JB albúm, hið endalausa eldgos, sundkennsla í grunnskólum og auðvitað kötturinn Diego, svo eitthvað sé nefnt.