
Verið hjartanlega velkomin í fyrsta þátt vetrarins!Kristín og Hanna byrja veturinn vel, þær eru þunnar en bera það með sóma, ekki skömm, enda kvenfyrirmyndir.
Hér í 18. þætti er farið um víðan völl: Kvennaverkfall, hrekkjavökubúningar, lélegir DJ-ar og nýtt áhugavert par er kynnt til leiks. Annars liggur Hanna ekki á skoðunum sínum hvað varðar frægan Færeying. Þar sem langt er liðið frá síðasta þætti eru fréttir vikunnar þrjár - og ekki eru þær af verri endanum. Tune in on #letmetalk