
Jæja nýr þáttur!!!Stelpurnar ræða hin ýmsu mál, jafnt merkileg og ómerkileg. Missir maður sjónina við það að taka Ozempic? Fjölskylduboð og kvíðnar ömmur eru meðal viðfangsefna. Stelpurnar kynntu stefnuskrá nýs stjórnmálaflokks sem þær hafa sett á laggirnar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar - Brosandi borg. Þær fara með skemmtilegar rangfærslur og velta sér upp úr heimspekilegum spurningum: Var Hitler gyðingur? Eru konurnar í Miðflokknum einungis tvær? Og af hverju var skatturinn að loka kaffihúsi í Smáralind? Eins og alltaf, lofum við veislu!