
Stelpurnar fengu til sín útvarpskonuna og grínistann , Lóu Björk Björnsdóttur. Lóa hefur frá miklu að miðla en stelpurnar fengu að svamla smá í hennar viskubrunni, það mætti segja að lífsins alvara hafi tekið yfir hér hjá okkur í Lof mér að tala. Meðal viðfangsefna voru: hlutverk samfélagsmiðla í dag, útlitskröfurnar blessuðu, hugarfar og margt, margt fleira.