Agnes Wild er listakona sem hefur komið við allsstaðar. Í þættinum segir hún okkur frá sköpunarferlinu sínu, samstarfi við aðra listamenn, öllum þeim mismunandi heimum sem hún hefur skapað og hvernig hún tvinnar þetta allt saman með Neigbours
Eyrún er sirkuslistakona og einn af stofnendum Sirkushópsins Hringleiks. Í þessum þætti segir hún okkur meðal annars frá Sirkuslífinu á Íslandi, náminu í Hollandi og Grímuverðlaunasýningunni Allra Veðra Von!
Listamenn þurfa peninga, rými og tíma segir Helena Jónsdóttir, sem ber marga mismunandi hatta í sinni listsköpun. Í þessu podcasti veltir hún upp skoðunum um listina, menntun, styrki, sköpunina og sorgina.
Við erum öll dauðleg og sköpum okkar eigin hlaupaleið! Við leikkonan og lífskúnstnerinn María Thelma veltum fyrir okkur leiklistinni og nördaskapnum, lífshlaupinu, réttindabaráttum og Kosmósinum. Allt frá slökkviliðssögum til fínna kjóla!
Ballerínan Kristín Marja segir okkur frá lífinu í alþjóðlega dansheiminum, hundrað nei-um og nokkrum mikilvægum já-um
Dansarinn og lífskúnstnerinn Andrean segir okkur frá draumnum um Íslenska Dansflokkinn, hvernig það er að byrja seint í dansi og hversu mikilvægt það er að nota rödd sína í listinni
Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta! Við myndskáldið Kristín Dóra veltum fyrir okkur myndlistarnámi, fagurfræði, list og ljótleika
Leikkonan Ebba Katrín segir okkur frá leiðinni í Listaháskólann, lífinu á leiksviðinu, forvitninni og gagnrýninni
Kjarnakonan Pálína frá Grund ræðir um listina í New York, leikstýrulífið og stofnun alþjóðlega leikflokksins Reykjavík Ensemble
Dásamlega einlægt spjall um Ljósmyndirnar, lífið, kvíðann og líkamsímynd. Það hafa flestir séð fallegu myndirnar hennar Gunnlaðar sem prýða ýmsa listviðburði, heimasíður og auglýsingar. Hérna fáum við tækifæri til að kynnast betur konunni bakvið myndavélina!
,,Skemmtilegasta Podcast sem ég hef komið í" - Herra Hnetusmjör
Ásrún Magnúsdóttir ræðir um starfið sem danshöfundur, heillandi heim unglingsáranna, listina, lífið, dauðann og tafl
Vala Guðnadóttir, söngkona, leikkona og alsherjar listakona ræðir um ævintýraþrána, Disneyprinsessutímana, leiklistina, sönginn og hinn margsaknaða Söngvaseiðsís!
Söngleikjaséníið Viktoría ræðir um lífið í söngleikjunum, námið í London, staðalímyndir í dansinum og nýjasta verkefnið hennar, söngleikinn 5 ár. Mögulega ræðum við í góðar tíu mínútur um söngleikinn Cats...Hver veit?
Unnur Elísabet, dansari og danshöfundur ræðir um ballettnámið, ferilinn sem dansari og danshöfundur og listaverkaseríuna sína Ég býð mig fram.