Ástandið á Ítalíu hefur verið skelfilegt vegna Covid-19 og hafa tæplega tuttugu og átta þúsund manns látist af völdum sjúkdómsins þegar þetta er skrifað. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur búið í Bra á Ítalíu, tæplega þrjátíu þúsund manna bæ um 50 km sunnan við Tórínó undanfarið ár ásamt manni sínum Svavari Halldórssyni og þremur börnum á aldrinum 8,12 og 14 ára. Fjölskyldan hefur verið lokuð inni vegna farsóttarinnar í tæpa tvo mánuði. Þau kæmust ekki heim í dag nema borga fyrir það verulega há fargjöld, mögulega á aðra milljón króna fyrir fimm manns. Þetta er eitt lengsta útgöngubann í sögu Ítalíu og þótt sjúkdómurinn þar í landi virðist í rénun þá létu engu að síður 333 lífið og 2000 nýsmit voru skráð daginn sem viðtalið var tekið við Þóru, þann 26.apríl sl. Helga Arnardóttir ræðir við Þóru fyrrverandi samstarfskonu sína í Kastljósi um þennan skrýtna tíma sem fjölskyldan hefur þurft að vera lokuð inni og upplifun þeirra í landinu. Þá segir Þóra frá því hvað þessi mikla samvera hefur kennt þeim og gert fjölskyldunni gott, hvernig heimaskóli undir hennar stjórn hefur verið starfræktur og hvernig þau hafa varið tímanum í lestur, spilamennsku, bakstur og eldamennsku.
All content for Lifum lengur is the property of Helga Arnardóttir and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Ástandið á Ítalíu hefur verið skelfilegt vegna Covid-19 og hafa tæplega tuttugu og átta þúsund manns látist af völdum sjúkdómsins þegar þetta er skrifað. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur búið í Bra á Ítalíu, tæplega þrjátíu þúsund manna bæ um 50 km sunnan við Tórínó undanfarið ár ásamt manni sínum Svavari Halldórssyni og þremur börnum á aldrinum 8,12 og 14 ára. Fjölskyldan hefur verið lokuð inni vegna farsóttarinnar í tæpa tvo mánuði. Þau kæmust ekki heim í dag nema borga fyrir það verulega há fargjöld, mögulega á aðra milljón króna fyrir fimm manns. Þetta er eitt lengsta útgöngubann í sögu Ítalíu og þótt sjúkdómurinn þar í landi virðist í rénun þá létu engu að síður 333 lífið og 2000 nýsmit voru skráð daginn sem viðtalið var tekið við Þóru, þann 26.apríl sl. Helga Arnardóttir ræðir við Þóru fyrrverandi samstarfskonu sína í Kastljósi um þennan skrýtna tíma sem fjölskyldan hefur þurft að vera lokuð inni og upplifun þeirra í landinu. Þá segir Þóra frá því hvað þessi mikla samvera hefur kennt þeim og gert fjölskyldunni gott, hvernig heimaskóli undir hennar stjórn hefur verið starfræktur og hvernig þau hafa varið tímanum í lestur, spilamennsku, bakstur og eldamennsku.
Það versta sem við getum gert þegar okkur líður illa er að einangra okkur því grunnuppspretta öryggis mannskepnunnar er góð tengsl við annað fólk og við fjarlægjum okkur frá þessari grunnuppsprettu ef við einangrum okkur heima. Þetta segir Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur sem segir tækni og samfélagsmiðla geta gert öllum kleift að vera í góðu sambandi við sína nánustu. Hann gefur okkur góð ráð um hvernig við getum hugsað okkur út úr kvíðaástandi vegna yfirstandandi heimsfaraldurs eða annarra ástæðna. Til eru mörg ráð við kvíða og lykilatriði er að þekkja hann og láta hann ekki ná tökum á sér. Helga Arnardóttir ræðir við Guðbrand um heilsukvíða, efnahagskvíða og hvers kyns kvíðaástand sem herjar á fólk á þessum skrýtnu tímum.
Sjónvarp Símans styrkir þessa þáttaröð en báðar sjónvarpsþáttaraðir af Lifum lengur eru sýndar hjá Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsta þáttaröðin fjallar um fjóra lykilþætti heilsu; næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Sú seinni fjallar um langlífustu þjóðir heims á svokölluðu Bláu svæðunum þar sem Helga Arnardóttir heimsækir langlífa bæði erlendis og hér á landi og kafar ofan í leyndarmál langlífis.
Lifum lengur
Ástandið á Ítalíu hefur verið skelfilegt vegna Covid-19 og hafa tæplega tuttugu og átta þúsund manns látist af völdum sjúkdómsins þegar þetta er skrifað. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona hefur búið í Bra á Ítalíu, tæplega þrjátíu þúsund manna bæ um 50 km sunnan við Tórínó undanfarið ár ásamt manni sínum Svavari Halldórssyni og þremur börnum á aldrinum 8,12 og 14 ára. Fjölskyldan hefur verið lokuð inni vegna farsóttarinnar í tæpa tvo mánuði. Þau kæmust ekki heim í dag nema borga fyrir það verulega há fargjöld, mögulega á aðra milljón króna fyrir fimm manns. Þetta er eitt lengsta útgöngubann í sögu Ítalíu og þótt sjúkdómurinn þar í landi virðist í rénun þá létu engu að síður 333 lífið og 2000 nýsmit voru skráð daginn sem viðtalið var tekið við Þóru, þann 26.apríl sl. Helga Arnardóttir ræðir við Þóru fyrrverandi samstarfskonu sína í Kastljósi um þennan skrýtna tíma sem fjölskyldan hefur þurft að vera lokuð inni og upplifun þeirra í landinu. Þá segir Þóra frá því hvað þessi mikla samvera hefur kennt þeim og gert fjölskyldunni gott, hvernig heimaskóli undir hennar stjórn hefur verið starfræktur og hvernig þau hafa varið tímanum í lestur, spilamennsku, bakstur og eldamennsku.