All content for Óli Björn - Alltaf til hægri is the property of olibjorn and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Eftir því sem líður á dvöl æskuvinanna í „fyrirheitna landinu“ verður tóninn þyngri og greinilegt er að Kanada olli þeim töluverðum vonbrigðum. Kári talar um þetta „óttalega“ land og að engin hætta sé á að Ameríka gleypi hann enda sé hann „fullseigur biti og bragðvondur að auki“. Kári og Haukur voru atvinnulausir í marga mánuði.
Kári tekur fram að þótt ekki hafi allt gengið eftir eins og hann vonaðist til þá beri hann ekki kala hvorki til landsins né fólksins – þvert á móti þyki honum vænt um hvorutveggja. Dvölin í Kanada hafi á margan hátt verið ánægjuleg og ógleymanleg:
„Nú í fyrsta sinn hefi ég eiginlega reynt hvað lífið er. Heima lifði maður svo dæmalaust vel að lífið var bara leikur. Það er líka gaman að kynnast framandi fólki og kanna ókunna stigu.“
Þetta er þriðji hluti frásagnar um unga menn frá Króknum sem leituðu fyrir sér í Kanada 1954 og 1955.