All content for Óli Björn - Alltaf til hægri is the property of olibjorn and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Stundum er engu líkara en að saga endurtaki sig, með nýjum leikurum en öðrum blæbrigðum. Í mörgu er staða Flokks fólksins sú sama og Vinstri grænna fyrir rúmum einum og hálfum áratug. Með sama hætti og Vinstri grænir hefur Flokkur fólksins selt stefnu sína í Evrópumálum fyrir aðild að ríkisstjórn og ráðherraembætti.
Andstaðan við Bókun 35 er horfin, áralöng baráttan fyrir að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu formlega til baka er kominn niður í skúffu. Og hvað hefur Flokkur fólksins fengið í staðinn. Ekkert. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn skipulögðu þinghaldið á fyrsta þingvetri ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að öll helstu stefnumál Flokks fólksins voru látin mæta afgangi.