All content for Leikjavarpið - Hlaðvarp Nörd Norðursins is the property of nordnordursins and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Leikjavarpið #53 - The Game Awards og S.T.A.L.K.E.R. 2
Leikjavarpið - Hlaðvarp Nörd Norðursins
1 hour 18 minutes 41 seconds
11 months ago
Leikjavarpið #53 - The Game Awards og S.T.A.L.K.E.R. 2
Daníel, Sveinn og Bjarki ræða það heitasta úr heimi tölvuleikja í þessum þætti Leikjavarpsins. Við förum yfir þá leiki sem tilnefndir eru til verðlauna á The Game Awards 2024, þar má nefna leiki á borð við Astro Bot, Hellblade II og Final Fantasy VII: Rebirth. Sveinn segir okkur frá því hvernig PlayStation Portal virkar eftir nýja uppfærslu sem opnar fyrir þann möguleika að streyma tölvuleikjum beint í gegnum skýið í stað PlayStation 5.
Við ræðum einnig um leikina Flight Simulator 2024 þar sem hægt er að ganga um Skólavörðustíginn, S.T.A.L.K.E.R. 2 frá úkraínska leikjafyrirtækinu GSC Game World og kósí-leikinn Petit Island (sem endaði á því að vera pirru-leikur).
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/