All content for Leikjavarpið - Hlaðvarp Nörd Norðursins is the property of nordnordursins and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Leikjavarpið #43 - Stray, PowerWash Simulator og hinsegin í tölvuleikjum
Leikjavarpið - Hlaðvarp Nörd Norðursins
1 hour 44 minutes 10 seconds
3 years ago
Leikjavarpið #43 - Stray, PowerWash Simulator og hinsegin í tölvuleikjum
Í þættinum er ofurkrúttlegi kisuleikurinn Stray tekinn fyrir en leikurinn hefur náð að heilla marga spilara upp úr skónum og hefur auk þess verið nokkuð áberandi á netinu og samfélagsmiðlum. Fyrst þarf þó að klæða sig í gulu gúmmíhanskana þar sem háþrýstiþvottur í PowerWash Simulator verður tekinn fyrir og enginn skítur skilinn eftir! Farið er yfir reynslusögur af því að steyma leikjum beint í gegnum PlayStation-leikjatölvuna og rætt um fréttir sem tengjast PlayStation 5, PSVR2 og Quest 2 sýndarveruleikagleraugunum. Í lok þáttar er fjallað um bílaleikinn Hot Wheels Unleashed sem býður spilurum meðal annars upp á það að búa til sínar eigin brautir. Allt þetta og fleira í fertugasta og þriðja þætti af Leikjavarpinu, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins!
Efni þáttar:
Hvað er verið að spila?
Háþrýstiþvottur í PowerWash Simulator
Kisuleikurinn Stray
Hvernig virkar að streyma PS-leikjum?
PS5 með stuðning við 1440p skjái
PSVR2 upplýsingar og Quest 2 hækkar í verði
Hot Wheels Unleashed
Myndir úr Stray og PowerWash Simulator, Pride fáninn ásamt digital töfrum Bjarka
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 Licensehttp://creativecommons.org/licenses/by/4.0/