
Hvaða áhrif geta foreldrar haft á skólaumhverfi barna? Hvernig getum við gert alla skóla landsins snjallsímalausa?
Kristín Ólöf Grétarsdóttir er foreldri tveggja drengja á grunnskólaaldri. Hún var formaður Foreldrafélags Áslandsskóla í sjö ár, situr í foreldraráði Hafnarfjarðar, er í stjórn Heimilis og skóla, og er menntaður kennari. Hún brennur fyrir að beina athygli að skjánotkun barna, því hún vill að skólar séu símalausir og hætti vanhugsaðri skjánotkun á skólatíma. Einnig situr hún í starfshóp á vegum menntamálaráðuneytisins um mótun leiðbeininga um viðeigandi og örugga farsímanotkun í grunnskólum