
Jón Pétur Zimsen, þingmaður sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri, segir að snjallsímar hafi valdið tengslarofi hjá börnum og unglingum. Með 30 ára reynslu úr skólaumhverfinu hefur hann orðið var við miklar breytingar á börnum eftir að snjallsímar urðu algengir.