All content for Kokkaflakk í eyrun is the property of Hljóðkirkjan and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Ólafur Örn spjallar við fólk sem er eitthvað að fást við mat eða drykk, eða hefur mikinn áhuga á mat eða drykk.
Eftir stutt veikindafrí snýr Kokkaflakkarinn aftur með glænýjan þátt inspireraðan af þessu fríi, því eftir nokkurra daga spítalalegu í kjölfar aðgerðar fór ég að spögulera í því hverskonar svakalegt batterí spítalaeldhús hljóti að vera. Og þá er auðvitað ekki nema eitt að gera og það er að hafa samband við manninn sem stýrir eldhúsinu á Landsspítalanum Háskólasjúkrahúsi og ræða það aðeins við hann. Sá heitir Jón Haukur Baldvinsson. Hann tók við stjórnartauminum í spítalaeldhúsinu á síðasta ári og hefur mikinn metnað fyrir hönd þess, metnað sem ég fékk að upplifa á eigin skinni að er farinn að skila sér. Við ræðum það, bakgrunn hans í veitingabransanum, en hann er einn af stofnendum Jamies Italian á Hótel Borg og ýmislegt fleira.
Mjög fróðlegt og áhugavert spjall.
Kokkaflakk í eyrun
Ólafur Örn spjallar við fólk sem er eitthvað að fást við mat eða drykk, eða hefur mikinn áhuga á mat eða drykk.