
Guðrún Geirsdóttir stofnandi Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands rifjar upp fyrstu kynni sín af skólanum. Hún brennur fyrir kennslu og kennsluþróun og hefur frá upphafi haft gríðarleg áhrif á kennsluhætti háskólans á þeim 25 árum sem hún hefur starfað hjá HÍ. Guðrún talar einnig um strauma og stefnur í háskólum á Íslandi og veltir því upp hvernig ákvarðanir um nám og kennslu eru teknar. Hún fjallar um og auknar kröfur á háskólakennara og hversu mikið samtalið um kennslu hefur breyst. Guðrún fjallar einnig um áhrif markaðsvæðingar á háskólana og hlutverk skólans í að skapa námssamfélag í stað þess að nemendur líti á sig sem viðskiptavini. Hún kemur auk þess inn á vinnumatskerfi háskólakennara og áhrif þess á kennslu ásamt því að útskýra hvernig draumaháskólinn hennar lítur út.