
Guðrún Dröfn lektor í safnafræði við HÍ hefur verið að gera fjölmarga spennandi hluti þegar kemur að kennslu. Hér ræðum við meðal annars um safnafræðina sjálfa og hvað það er sem heillaði Guðrúnu við hana. Guðrún hefur meira og meira verið að færa námskeiðin sín yfir í fjarnám og tekist það vel. Hún hefur útbúið fjöldan allan af faglegum kennslumyndböndum sem nýtast vel í kennslunni og kappkostað að skipuleggja námskeiðin á afar nemendamiðaðan hátt.