
Viðburður á Jafnréttisdögum 2024 í Háskólanum á Akureyri.
Kristín Heba Gísladóttir (hún), framkvæmdastjóri Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins kynnti helstu niðurstöður skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi sem kom út í lok síðasta árs. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra er sérstaklega alvarleg.
Viðburðurinn fór fram á íslensku.