
Viðburður á Jafnréttisdögum 2024 í Háskólanum á Akureyri.
Það getur verið krefjandi að vera með ADHD og/eða umgangast fólk sem er með ADHD en þekking eykur líkur á umburðarlyndi og kemur í veg fyrir fordóma. Margar áskoranir geta verið í námi sem og daglegu lífi og því mikilvægt að finna leiðir sem virka fyrir hvern og einn.Í þessu erindi leitaðist Jóna Kristín Gunnarsdóttir, grunnskólakennari, við að svara spurningum á borð við: Er í alvöru hægt að vera í rútínu með ADHD? Af hverju skiptir hreyfing máli? Og hvernig get ég nýtt styrkleika mína til að takast á við erfið verkefni?
Viðburðurinn fór fram á íslensku.