
Málstofa á Jafnréttisdögum 2023 í Háskólanum á Akureyri.
Jafnréttisdögum 2023 lauk með eins dags ráðstefnu um Vald, forréttindi og öráreitni, sem var þema daganna. Á dagskrá voru þrjár málstofur sem nálguðust þemað úr ólíkum áttum. Sú fyrsta var haldin í HA, og hinar tvær í HÍ.
Ávarp: Elín Díanna Gunnarsdóttir (hún) aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri. Erindi: Ingileif Friðriksdóttir (hún), sjónvarps- og fjölmiðlakona, María Rut Kristinsdóttir (hún), kynningarstýra UN Women og Vilhjálmur Hilmarsson (hann) hagfræðingur hjá BHM. Fundarstjóri var Kristín Jóhannesdóttir, Sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyarbæjar.