Í þessum þætti förum við yfir hvernig sumarið okkar var. Við eigum báðar margar og góðar minningar með Ólöfu Töru að sumri til og því var þetta sumar einstaklega krefjandi.
Við viljum benda fólki með sjálfsvígshugsanir og þeirra sem hafa misst í sjálfsvígi á eftirfarandi úrræði: Í neyð hringið í 112. Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, Píeta samtökin s. 552-2218, Hjálparsíma Rauða krossins s. 1717 og netspjallið 1717.is sem eru allt úrræði sem eru opin allan sólarhringinn. Einnig geta aðstandendur leitað sér aðstoðar hjá Sorgarmiðstöðinni, s.551-4141, og sorgarmidstod@sorgarmidstod.is.
Þættirnir eru birtir með leyfi og samþykki nánustu aðstandenda Ólafar Töru. Ef þið eruð með einhverjar ábendingar, spurningar eða pælingar sem þið viljið koma á framfæri geti þið haft samband við okkur á netfangið hvilduifridi@gmail.com.
Hljóðvinnsla : Clockwork drums