
Í þessum þætti fjöllum við um átakið gulur september og ræðum um það mikilvæga starf sem Píeta sinna.
Við viljum benda fólki með sjálfsvígshugsanir og þeirra sem hafa misst í sjálfsvígi á eftirfarandi úrræði: Í neyð hringið í 112. Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar s. 1700, Píeta samtökin s. 552-2218, Hjálparsíma Rauða krossins s. 1717 og netspjallið 1717.is sem eru allt úrræði sem eru opin allan sólarhringinn. Einnig geta aðstandendur leitað sér aðstoðar hjá Sorgarmiðstöðinni, s.551-4141, og sorgarmidstod@sorgarmidstod.is.
Þættirnir eru birtir með leyfi og samþykki nánustu aðstandenda Ólafar Töru. Ef þið eruð með einhverjar ábendingar, spurningar eða pælingar sem þið viljið koma á framfæri geti þið haft samband við okkur á netfangið hvilduifridi@gmail.com.
Hljóðvinnsla: Clockwork drums