
Eyjamenn standa nú í stórræðum við undirbúning Þjóðhátíðar. Fyrstu helgina í ágúst breytir Heimaey um svip og þúsundir gesta sækja hana heim í þeim tilgangi að skemmta sér og öðrum. Í mörg horn er að líta og Morgunblaðsmenn tóku hús á mönnum sem eru öllum hnútum kunnugir við undirbúninginn - fyrr og nú.