Í þessum þætti er rætt um hvaða áhrif nýlega umsamið vopnahlé í Miðausturlöndum kann að hafa á rafmyntamarkaði, en nú þegar hefur leiðandi hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum náð hæstu hæðum. Áfram berast góðar fréttir úr heimi rafmynta frá Bandaríkjunum, en nú virðist sem lánastofnunum þar í landi verði gert skylt að taka mið af rafmyntaeign þegar kemur að lánveitingum við fasteignakaup. Þetta og margt fleira er rætt í þessum þætti.