
Eftir lengstu lokun í sögu hins opinbera í Bandaríkjunum tók það aftur til starfa á miðvikudaginn, eftir 43 daga lokun. Langflestir markaðsgreinendur gerðu ráð fyrir að markaðir myndu bregðast við með hækkunum en raunin varð þvert á móti. Bitcoin féll aftur undir 100k og í þetta skiptið kröftuglega, eða niður í 94.000$. Þá fór Ethereum nálægt 3.000$ og Solana fór undir 140$. Í þættinum þá halda þeir félagar, Björn og Kjartan, áfram samtali um hvort sannarlega sé bjarnarmarkaður skollinn á. Eins og sakir standa getur brugðið til beggja vona og ljóst er að falli Bitcoin mikið neðar verður það ekki lengur spurning heldur staðreynd að við séum sannarlega mætt í enn annan bjarnarmarkaðinn.