
Í þessum þætti ræðum við umtalaðasta íslenska hjólamál þessa árs, Þorsteinn Bárðarson hefur verið úrskurðaður í bráðabirgðabann eftir að lyfjapróf sýndi tilvist fjögurra efna sem öll eru á bannlista WADA – þar á meðal Ligandrol, Ostarine og RAD140. Eins hefur Þorsteinn sjálfur gefið út yfirlýsingu þar sem hann gengst við því að hafa notið þessi efni.
Gestur þáttarins er lyfjafræðingurinn Ingimar Jónsson, sem útskýrir hvernig þessi efni virka, af hverju þau eru bönnuð, og lyfjaeftirliti í íþróttum. Við köfum aðeins í þetta mál og tölum líka almennt um viðfangsefnið.
Hjólavarpið er í boði PELOTON reiðhjóla- og útivistarverslunar. PELOTON er í Klettagörðum 23 og vefverslunin er alltaf er opin á peloton.is .