
Þær kalla ekki allt ömmu sína, þær Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins og fv. ráðherra. Í Grjótkasti dagsins er fjallað um ríkisstjórnina og hundrað fyrstu dagana, tvöföldun veiðigjalda og slaginn sem framundan er um sjávarútvegsmálin, stöðuna í stjórnmálunum, nýja forystu Sjálfstæðisflokksins og fl.