
Hér er nú ekki töluð vitleysan! Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og fv. efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Álfrún Tryggvadóttir hagfræðingur og sérfræðingur hjá OECD og Bergþóra Halldórsdóttir hjá Borealis Data Center og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins ræða gjörbreytta stöðu í heimsviðskiptunum og tækifæri og ógnir sem Ísland stendur frammi fyrir. Er að koma kreppa ofan á tal um ófrið í heiminum? Hvernig takast ríkisstjórnir hér á landi og annars staðar á við nauðsynlega hagræðingu? Er hagsmunum Íslands betur borgið innan ESB og ber að flýta þjóðaratkvæði? Er lögmál að báknið stækki endalaust? Hverjar eru horfurnar hér á landi og á alþjóðavísu við gjörbreyttar aðstæður? Umræða fyrir þá sem vilja vita meira.