
Stefán Einar Stefánsson og Hörður Ægisson rýna í ótrúlega stöðu á heimsmörkuðum vegna tollastríð Trumps Bandaríkjaforseta, þar sem allt var eldrautt fyrir helgi og óttast að botninum sé ekki náð. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland og viðskiptalífið hér á landi? Verður ríkisstjórnin að taka U-beygju í snatri í áformum um tvöföldun veiðileyfagjalds og álögur á ferðaþjónustuna? Er ætlunin að flýta þjóðaratkvæði um aðild Íslands að Evrópusambandinu? Skylduhlustun fyrir alla sem vilja vera með á nótunum, en mögulega ekki sérlega notalegar vangaveltur rétt fyrir svefninn!