
Dr. Ari Kristinn Jónsson hefur starfað sem rektor Háskólans í Reykjavík frá 2011. Hann er með doktorspróf í tölvunarfræði frá Stanford háskóla og hannaði gervigreindarhugbúnað fyrir geimbíla sem rúnta um á Mars. Ari ræðir við okkur um menntun, erfið ár fyrir HR, ákvarðanir fjölskyldunnar um að snúa aftur til Íslands og fleira.