Hvað er í raun og veru skrýtið? Er það að gera pakkasósur? Að fara af stað með Glaðvarp? Eða er kannski skrýtið að vera sérfræðingur í skrýtnu að ræða hvað manni þykir skrýtið?
Í þriðja þætti Glaðvarpsins fá Helga og Júlíana til sín Katrínu Þrastardóttur, sjálfskipaðan og ekkert svo yfirvegaðan „sérfræðing í skrýtnu“, til að reyna að skilgreina hvað fellur undir það hugtak og hvað þeim þykir skrýtið að framkvæma, upplifa og segja. Að sjálfsögðu þróast umræðan yfir í hugleiðingar um maísbaunir, flugeldasýningar, samgöngustofu og lífið sjálft, í allri sinni dýrð.
Það er kannski skrýtið en það var svosem ekki við öðru að búast af þessum þáttastjórnendum.
Takk fyrir að hlusta 💛
„Kannski fáum við einhvern tímann gest sem prumpar“, kvartlífskrísa, botox og búkonuhár eru meðal þess sem um var rætt í öðrum þætti Glaðvarpsins, þar sem rauði þráðurinn snerist um hver skilgreiningin á því að vera miðaldra sé og hvort kornungar stúlkurnar sem stýra Glaðvarpinu séu nokkuð flokkaðar undir þann víðfeðma hatt.
Eftir þrjár misheppnaðar tilraunir við gerð kynningarþáttar gera Glaðvarpsstýrur heiðarlega tilraun til þess að kynna sig án þess að byrja að blaðra um allt nema það sem þátturinn átti að fjalla um, á 15 mínútum. Eitt stórt klapp por favor!
Takk fyrir að hlusta <3