
Í fimmtugasta og fyrsta þætti Fótboltablaðurs fær Arnar þann mikla heiður fá Katrínu Magnúsdóttur og Sigursteinn Brynjólfsson sem tengjast Liverpool klúbbnum á Íslandi í heimsókn. Katrín er úr stjórn Liverpool klúbbsins og tekur virkan þátt í starfsemi klúbbsins og Sigursteinn var fyrrum formaður Liverpool klúbbsins, hann vinnur í dag með Kop.is og Gullkastinu. Í þættinum er farið yfir starfsemi og hvað Liverpool klúbburinn gerir. Hvað hafa þau gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.