
Upptaka/Hlaðvarp: Málfundafélagið Frelsi og fullveldi boðaði til opins umræðufundar í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju mánudagskvöldið 22. apríl 2024 en þetta var níundi opni fundur félagsins frá stofnun þess vorið 2023. Fundarefnið var Verjum hag eldra fólks. Framsögumenn voru þeir Ragnar Árnason prófessor emerítus og sr. Halldór Gunnarsson fyrrverandi sóknarprestur. Þeir upplýsa um stöðu eldra fólks en stór hluti þess háir erfiða lífsbaráttu og skerðingar á réttindum. Fundarstjóri var dr. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur.
Á fundinum var ályktun um aðgerðir til að bæta hag eldra fólks borin upp og samþykkt.
Til upplýsingar: Eftir að spilarinn hefur verið settur í gang er nóg að ýta á tímalínu viðkomandi hér að neðan og þá hrekkur spilarinn þangað. Einnig má byrja á að velja tímalínu þess sem talar og ýta síðan á spilarann.
Tímalínur:
0:00:00 Geir Waage, formaður málfundafélagsins
0:01:30 Ólafur Ísleifsson, fundarstjóri
0:01:50 Ragnar Árnason, framsögumaður
0:35:45 Ólafur Ísleifsson, fundarstóri
0:35:56 Halldór Gunnarsson, framsögumaður