
Málfundafélagið Frelsi og fullveldi boðaði til opins umræðufundar á Catalínu í Hamraborg Kópavogi, mánudagskvöldið 26. febrúar síðasliðinn en þetta var sjöundi opni fundur félagsins frá stofnun þess sl. vor. Fundarefnið var löggæsla og landamæraeftirlit á viðsjárverðum tímum. Framsögumenn voru þeir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri og fv. alþingismaður og Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur og formaður tollvarðafélags Íslands. Funarstjóri var Anna Björg Hjartardóttir.
Á fundinum var ályktun um brýnar aðgerðir til að tryggja stjórn á landamærum landsins borin upp og samþykkt fyrir fullu húsi með margföldu lófataki. Hægt er að skrá sig á póstlista og gerast félagsmaður og sjá ljósmyndir frá fundinum með því að fara á Facebooksíðu félagsins.
Til upplýsingar: Eftir að spilarinn hefur verið settur í gang er nóg að ýta á tímalínu viðkomandi ræðumanns hér að neðan og þá hrekkur spilarinn þangað. Einnig má byrja á að velja tímalínu ræðumanns og ýta síðan á spilarann.
Tímalínur ræðumanna:
0:00:00 Geir Waage, formaður málfundafélagsins
0:05:16 Anna Björg Hjartardóttir
0:05:55 Guðbjörn Guðbjörnsson, framsögumaður
0:38:55 Karl Gauti Hjaltason, framsögumaður
1:06:10 Ólafur Ísleifsson les tillögu að ályktun
1:13:14 Jóhann R. Benediktson
1:25:37 Guðbjörn Jónsson
1:30:49 Arndís Ósk Hauksdóttir
1:34:00 Valdimar H. Jóhannesson
1:38:10 Jóhann R. Benediktsson
1:40:17 Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir
1:42:10 Sverrir Sverrisson
1:45:50 Halldór Sigurþórsson
1:47:15 Geir Waage
1:57:42 Karl Gauti Hjaltason, framsögumaður
2:00:00 Guðbjörn Guðbjörnsson, framsögumaður
2:07:00 Anna Björg ber upp ályktunina sem lá fyrir
2:07:36 Geir Waage, formaður slítur fundi