Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
History
News
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts221/v4/a7/25/45/a725450f-c07f-8e13-f805-aab5e43945cf/mza_17040315270460172899.jpg/600x600bb.jpg
Frelsi og fullveldi
Málfundafélagið frelsi og fullveldi
13 episodes
1 month ago
HVAÐ ER FRELSI OG FULLVELDI? Málfundafélagið Frelsi og fullveldi var stofnað 30. mars 2023 til að standa vörð um frelsi einstaklingsins, fullveldi þjóðarinnar og óskoruð yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til lands og sjávar. Heimilin og fyrirtækin eru hornsteinar samfélagsins. Heimilin eru friðheilagur griðastaður fjölskyldunnar. Fólki er frjálst að stofna og reka atvinnufyrirtæki sem keppa hvert við annað um að veita sem besta þjónustu. Við viljum standa vörð um atvinnustarfsemina í landinu og þar á meðal okkar grundvallaratvinnuvegi til lands og sjávar. Félagið leggur höfuðáherslu á að skólar og sjúkrastofnanir séu fyrsta flokks. Engin þjóð sem er annt um fullveldi sitt lætur landamæri sín standa opin. Við viljum hafa fulla stjórn á landamærum okkar og láta af þeirri gengdarlausu fjársóun sem fylgt hefur þessum málaflokki. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki með áherslu á mannréttindi, mannhelgi og virðingu fyrir lífinu. Ísland er menningarríki og velferðarríki sem stendur vörð um hag þeirra sem standa höllum fæti. Ísland á í góðum samskiptum við umheiminn og við stöndum fast að baki því að eiga í góðu alþjóðlegu samstarfi með áherslu á Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið og norræna samvinnu auk samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem tryggir frjáls viðskipti við Evrópuríkin. Við stjórn efnahagsmála leggur Frelsi og fullveldi áherslu á ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum, takmörkuð umsvif hins opinbera og lækkun skatta og álaga. Þetta eru höfuðatriðin í stefnu félagsins.
Show more...
Philosophy
Society & Culture
RSS
All content for Frelsi og fullveldi is the property of Málfundafélagið frelsi og fullveldi and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
HVAÐ ER FRELSI OG FULLVELDI? Málfundafélagið Frelsi og fullveldi var stofnað 30. mars 2023 til að standa vörð um frelsi einstaklingsins, fullveldi þjóðarinnar og óskoruð yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til lands og sjávar. Heimilin og fyrirtækin eru hornsteinar samfélagsins. Heimilin eru friðheilagur griðastaður fjölskyldunnar. Fólki er frjálst að stofna og reka atvinnufyrirtæki sem keppa hvert við annað um að veita sem besta þjónustu. Við viljum standa vörð um atvinnustarfsemina í landinu og þar á meðal okkar grundvallaratvinnuvegi til lands og sjávar. Félagið leggur höfuðáherslu á að skólar og sjúkrastofnanir séu fyrsta flokks. Engin þjóð sem er annt um fullveldi sitt lætur landamæri sín standa opin. Við viljum hafa fulla stjórn á landamærum okkar og láta af þeirri gengdarlausu fjársóun sem fylgt hefur þessum málaflokki. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki með áherslu á mannréttindi, mannhelgi og virðingu fyrir lífinu. Ísland er menningarríki og velferðarríki sem stendur vörð um hag þeirra sem standa höllum fæti. Ísland á í góðum samskiptum við umheiminn og við stöndum fast að baki því að eiga í góðu alþjóðlegu samstarfi með áherslu á Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið og norræna samvinnu auk samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem tryggir frjáls viðskipti við Evrópuríkin. Við stjórn efnahagsmála leggur Frelsi og fullveldi áherslu á ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum, takmörkuð umsvif hins opinbera og lækkun skatta og álaga. Þetta eru höfuðatriðin í stefnu félagsins.
Show more...
Philosophy
Society & Culture
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts221/v4/a7/25/45/a725450f-c07f-8e13-f805-aab5e43945cf/mza_17040315270460172899.jpg/600x600bb.jpg
Málfundur #2: Þrælshringurinn og vakningarákall til þjóðarinnar
Frelsi og fullveldi
47 minutes
1 year ago
Málfundur #2: Þrælshringurinn og vakningarákall til þjóðarinnar

Þessi upptaka er frá öðrum málfundi Málfundafélagsins Frelsis og fullveldis sem haldinn var á Catalínu í Kópavogi þann 27. apríl 2023. Framsögumenn voru Arnar Þór Jónsson lögmaður og sr. Geir Waage. Miklar og góðar umræður áttu sér stað eftir að framsögumenn höfðu lokið máli sínu. Hér er upptaka af ræðum framsögumanna (47 mínútur) en upptaka af öllum fundinum, þ.e. ræður framsögumanna og umræður allra sem tóku til máls verður líklega birt á nýrri YouTube-rás félagsins sem er í vinnslu.

(Smá hljóðtruflanir eru í upptöku en aðeins á fyrstu mínútu fundarins).

Erindi Arnars Þórs var um EES samninginn, bókun 35 og þörf á vakningarákalli til þjóðarinnar og Geir Waage talaði um Þrælshringinn og frelsi einstaklingsins, ekki aðeins frá skyldum og kvöðum heldur einnig frelsi til að taka á sig skyldur og kvaðir.

Úr framsögu Arnars Þórs Jónssonar (tímalína 00:02:20):

"Fullveldið er eign íslensku þjóðarinnar og það getur enginn afsalað því nema þjóðin sjálf."

"Ísland og Íslendingar hafa aldrei samþykkt að verða hluti af einhvers konar evrópsku sambandsríki; þetta hefur aldrei verið borið undir íslenska þjóð."

"Við verðum að skilja hvað við erum að fást við. Við erum að fást við stærstu lagaverksmiðju í sögu mannkynsins. Þetta eru tugir þúsunda blaðsíðna af lögum og reglum sem eru þessi réttur ESB í dag."

"Alþingi leyfist ekki að saxa fullveldið niður í svo smáum sneiðum að fólk tekur ekki eftir því fyrr en það er farið."

"Við búum í vaxandi mæli við ósýnilegt embættismannavald. Fátt er hættulegra en vald sem svarar ekki til neinnar ábyrgðar."

Úr framsögu Geirs Waage (tímalína 00:22:20):

"Áhald var til í öndverðri Íslandsbyggð sem að fáir kunna að nefna og enn færri vita til hvers var. Það var Þrælshringurinn. Á þeirri öld, fyrstu öld Íslands, gengu innfluttir menn meðal innfluttra manna og höfðu málmhring um hálsinn. Hann var þar til þess að gera eigendum þeirra og húsbændum auðveldara að snúa þá niður og láta þá hlýða sér. 

Þeir sem ekki höfðu svona hring um hálsinn voru frjálsir menn, fríhálsir menn, þeir báru frjálsan hálsinn og enginn gat með auðveldum hætti snúið þá niður og beygt þá undir vilja sinn. 

Frelsið er hins vegar orð sem við tökum okkur oft í munn og tölum stundum býsna fjálglega um en það er eins og með Þrælshringinn að við leiðum kannski sjaldan hugann að því hvað í frelsinu felst eða kann að felast. 

Mörgum er mjög kært frelsið frá... Frelsið frá skyldum og kvöðum og boðum og bönnum og kröfum annarra. Þeir eru fegnir ef þeir eru lausir við það að aðrir ráði yfir þeim. Þeir eru sjálfra sín og vilja vera það. 

Hins vegar er frelsið, sem er kannski enn þá dýrmætara heldur en þetta fyrra, en það er frelsið til þess að taka á sig skyldur og kvaðir, frelsið til þess að velja sér og taka á sig verkefni, ganga til liðs við málstað eða hugsjón eða eignast aðild að einhverju slíku. Þetta frelsi notum við til að bindast eða binda okkur við eitthvað sem okkur finnst vera þess virði svo sem eins og að bindast maka sínum." 

Frelsi og fullveldi
HVAÐ ER FRELSI OG FULLVELDI? Málfundafélagið Frelsi og fullveldi var stofnað 30. mars 2023 til að standa vörð um frelsi einstaklingsins, fullveldi þjóðarinnar og óskoruð yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til lands og sjávar. Heimilin og fyrirtækin eru hornsteinar samfélagsins. Heimilin eru friðheilagur griðastaður fjölskyldunnar. Fólki er frjálst að stofna og reka atvinnufyrirtæki sem keppa hvert við annað um að veita sem besta þjónustu. Við viljum standa vörð um atvinnustarfsemina í landinu og þar á meðal okkar grundvallaratvinnuvegi til lands og sjávar. Félagið leggur höfuðáherslu á að skólar og sjúkrastofnanir séu fyrsta flokks. Engin þjóð sem er annt um fullveldi sitt lætur landamæri sín standa opin. Við viljum hafa fulla stjórn á landamærum okkar og láta af þeirri gengdarlausu fjársóun sem fylgt hefur þessum málaflokki. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki með áherslu á mannréttindi, mannhelgi og virðingu fyrir lífinu. Ísland er menningarríki og velferðarríki sem stendur vörð um hag þeirra sem standa höllum fæti. Ísland á í góðum samskiptum við umheiminn og við stöndum fast að baki því að eiga í góðu alþjóðlegu samstarfi með áherslu á Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið og norræna samvinnu auk samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem tryggir frjáls viðskipti við Evrópuríkin. Við stjórn efnahagsmála leggur Frelsi og fullveldi áherslu á ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum, takmörkuð umsvif hins opinbera og lækkun skatta og álaga. Þetta eru höfuðatriðin í stefnu félagsins.