
Upptaka/Hlaðvarp: Málfundafélagið Frelsi og fullveldi boðaði til opins umræðufundar í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju mánudagskvöldið 16. september 2024 en þetta var tíundi opni fundur félagsins frá stofnun þess vorið 2023. Fundarefnið var Staða Íslands innan ESS og bókun 35. Framsögumenn voru þeir Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál og Bjarni Jónsson alþingismaður.
Báðir hafa þeir nýleg skrifað athyglisverðar greinar í Morgunblaðið og á vefmiðilinn Vísi.
Grein Hjartar heitir "Milljarðatugir Jóns Baldvins" https://www.visir.is/.../milljarda-tugir-jons-bald-vins...
Grein Bjarna heitir "Íslendingar áfram sjálfstæð þjóð?" og birtist í Morgunblaðinu 13. september s.l. Þar fjallar Bjarni um viðnám hans gegn bókun 35. https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/...
Fundarstjóri var sr. Halldór Gunnarsson.
Til upplýsingar: Eftir að spilarinn hefur verið settur í gang er nóg að ýta á tímalínu viðkomandi hér að neðan og þá hrekkur spilarinn þangað. Einnig má byrja á að velja tímalínu þess sem talar og ýta síðan á spilarann.
Tímalínur ræðumanna:
0:00:00 Ólafur Ísleifsson, formaður framkvæmdanefndar
0:01:10 Halldór Gunnarsson, fundarstjóri
0:02:40 Hjörtur J. Guðmundsson, framsögumaður
0:27:10 Bjarni Jónsson, framsögumaður
0:50:37 Ólafur Ísleifsson
1:04:03 Sigurður Þórðarson
1:12:41 Birgir Steingrímsson
1:16:48 Halldór Sigurþórsson
1:19:16 Haraldur Ólafsson
1:22:10 Halldór Gunnarsson
1:27:00 Kristinn Sigurjónsson
1:28:40 Bergþór Ólason
1:33:30 Bjarni Jónsson, framsögumaður
1:40:10 Hjörtur J. Guðmundsson, framsögumaður
1:48:20 Bryndís Geirsdóttir
1:51:06 Inga Guðrún Halldórsdóttir
1:53:55 Ólafur Ísleifsson, formaður framkvæmdanefndar