Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
History
News
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts221/v4/a7/25/45/a725450f-c07f-8e13-f805-aab5e43945cf/mza_17040315270460172899.jpg/600x600bb.jpg
Frelsi og fullveldi
Málfundafélagið frelsi og fullveldi
13 episodes
1 month ago
HVAÐ ER FRELSI OG FULLVELDI? Málfundafélagið Frelsi og fullveldi var stofnað 30. mars 2023 til að standa vörð um frelsi einstaklingsins, fullveldi þjóðarinnar og óskoruð yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til lands og sjávar. Heimilin og fyrirtækin eru hornsteinar samfélagsins. Heimilin eru friðheilagur griðastaður fjölskyldunnar. Fólki er frjálst að stofna og reka atvinnufyrirtæki sem keppa hvert við annað um að veita sem besta þjónustu. Við viljum standa vörð um atvinnustarfsemina í landinu og þar á meðal okkar grundvallaratvinnuvegi til lands og sjávar. Félagið leggur höfuðáherslu á að skólar og sjúkrastofnanir séu fyrsta flokks. Engin þjóð sem er annt um fullveldi sitt lætur landamæri sín standa opin. Við viljum hafa fulla stjórn á landamærum okkar og láta af þeirri gengdarlausu fjársóun sem fylgt hefur þessum málaflokki. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki með áherslu á mannréttindi, mannhelgi og virðingu fyrir lífinu. Ísland er menningarríki og velferðarríki sem stendur vörð um hag þeirra sem standa höllum fæti. Ísland á í góðum samskiptum við umheiminn og við stöndum fast að baki því að eiga í góðu alþjóðlegu samstarfi með áherslu á Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið og norræna samvinnu auk samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem tryggir frjáls viðskipti við Evrópuríkin. Við stjórn efnahagsmála leggur Frelsi og fullveldi áherslu á ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum, takmörkuð umsvif hins opinbera og lækkun skatta og álaga. Þetta eru höfuðatriðin í stefnu félagsins.
Show more...
Philosophy
Society & Culture
RSS
All content for Frelsi og fullveldi is the property of Málfundafélagið frelsi og fullveldi and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
HVAÐ ER FRELSI OG FULLVELDI? Málfundafélagið Frelsi og fullveldi var stofnað 30. mars 2023 til að standa vörð um frelsi einstaklingsins, fullveldi þjóðarinnar og óskoruð yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til lands og sjávar. Heimilin og fyrirtækin eru hornsteinar samfélagsins. Heimilin eru friðheilagur griðastaður fjölskyldunnar. Fólki er frjálst að stofna og reka atvinnufyrirtæki sem keppa hvert við annað um að veita sem besta þjónustu. Við viljum standa vörð um atvinnustarfsemina í landinu og þar á meðal okkar grundvallaratvinnuvegi til lands og sjávar. Félagið leggur höfuðáherslu á að skólar og sjúkrastofnanir séu fyrsta flokks. Engin þjóð sem er annt um fullveldi sitt lætur landamæri sín standa opin. Við viljum hafa fulla stjórn á landamærum okkar og láta af þeirri gengdarlausu fjársóun sem fylgt hefur þessum málaflokki. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki með áherslu á mannréttindi, mannhelgi og virðingu fyrir lífinu. Ísland er menningarríki og velferðarríki sem stendur vörð um hag þeirra sem standa höllum fæti. Ísland á í góðum samskiptum við umheiminn og við stöndum fast að baki því að eiga í góðu alþjóðlegu samstarfi með áherslu á Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið og norræna samvinnu auk samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem tryggir frjáls viðskipti við Evrópuríkin. Við stjórn efnahagsmála leggur Frelsi og fullveldi áherslu á ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum, takmörkuð umsvif hins opinbera og lækkun skatta og álaga. Þetta eru höfuðatriðin í stefnu félagsins.
Show more...
Philosophy
Society & Culture
https://img.transistor.fm/GCPfFNNqPbu7Klc5FVQ7GDXO9PjvPalrx4K1s-E0hUw/rs:fill:0:0:1/w:1400/h:1400/q:60/mb:500000/aHR0cHM6Ly9pbWct/dXBsb2FkLXByb2R1/Y3Rpb24udHJhbnNp/c3Rvci5mbS9lcGlz/b2RlLzE2NDgwNDYv/MTcwMjc0NzM2MS1h/cnR3b3JrLmpwZw.jpg
Þjóðin er fullvalda, ekki stjórnmálastéttin
Frelsi og fullveldi
19 minutes
1 year ago
Þjóðin er fullvalda, ekki stjórnmálastéttin

Edith Alvarsdóttir ræðir við sr. Geir Waage, formann Málfundafélagsins Frelsis og fullveldis í þessum hlaðvarpsþætti. Aðspurður um hvers vegna farið hafi verið af stað með það að stofna málfundafélagið segir Geir:

"Það eru ýmsar forsendur fyrir því. Auðvitað þreyta þeirra sem hafa verið að taka þátt í pólitísku starfi á undanförnum áratugum. Það er hvergi pláss eða friður til þess að standa að neinni pólitískri samstæðu eða pólitískri umræðu innan stjórnmálaflokkanna. Stjórnmálaflokkarnir hafa breyst mjög mikið og stjórnmálaumræða hefur breyst mjög mikið tel ég frá því er ég man fyrst eftir henni sem krakki og ég hef fylgst með stjórnmálum frá því ég var nánast barn.

Það eru engin grið gefin með það á opinberum vettvangi að menn geti borið saman bækur sínar um pólitík eða yfir höfuð rætt um stjórnmál hvað þá heldur grundvallarhluti eins og frelsi og fullveldi þjóðar að okkur fannst. Ég var ekki einn um þessa skoðun og þeir sem standa að stofnun félagsins eru eiginlega allir á þessu máli. Við vildum hafa vettvang þar sem við getum rætt um stjórnmál og einkum og sér í lagi frelsi og fullveldi þjóðarinnar sem við teljum sótt að um þessar mundir, mjög."

Og Geir heldur áfram: "Málfundafélag er gamalreyndur vettvangur fyrir skoðanaskipti. Og einhverjum datt í hug að segja: "Hvers vegna ekki bara að stofna málfundafélag til þess að ræða þetta þá í hóp þeirra manna sem hafa áhuga á að standa að slíku félagi." Þetta held ég að sé eiginlega upphafið."

Í viðtalinu veltir Geir fyrir sér umboði stjórnmálastéttarinnar og spyr: "Í hvers umboði starfa stjórnmálamenn?"

"Mikið skelfing er ég feginn," segir Geir og vísar þá til þess að í 26. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, lögum nr. 33/1944, sé að finna heimild forseta Íslands til að synja lagafrumvarpi staðfestingar [Innskot úr stjórnarskrá: en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.].

"Þetta er það eina sem þjóðin hefur sér til varnar ef að stjórnmálastéttin í landinu sameinast um það að taka rangar ákvarðanir sem ganga algjörlega gegn vilja meginþorra landsmanna. Og það er þessi meginþorri landsmanna sem á að hafa síðast orðið. Þjóðin er fullvalda, ekki stjórnmálastéttin," segir sr. Geir Waage.


Frelsi og fullveldi
HVAÐ ER FRELSI OG FULLVELDI? Málfundafélagið Frelsi og fullveldi var stofnað 30. mars 2023 til að standa vörð um frelsi einstaklingsins, fullveldi þjóðarinnar og óskoruð yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sínum til lands og sjávar. Heimilin og fyrirtækin eru hornsteinar samfélagsins. Heimilin eru friðheilagur griðastaður fjölskyldunnar. Fólki er frjálst að stofna og reka atvinnufyrirtæki sem keppa hvert við annað um að veita sem besta þjónustu. Við viljum standa vörð um atvinnustarfsemina í landinu og þar á meðal okkar grundvallaratvinnuvegi til lands og sjávar. Félagið leggur höfuðáherslu á að skólar og sjúkrastofnanir séu fyrsta flokks. Engin þjóð sem er annt um fullveldi sitt lætur landamæri sín standa opin. Við viljum hafa fulla stjórn á landamærum okkar og láta af þeirri gengdarlausu fjársóun sem fylgt hefur þessum málaflokki. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki með áherslu á mannréttindi, mannhelgi og virðingu fyrir lífinu. Ísland er menningarríki og velferðarríki sem stendur vörð um hag þeirra sem standa höllum fæti. Ísland á í góðum samskiptum við umheiminn og við stöndum fast að baki því að eiga í góðu alþjóðlegu samstarfi með áherslu á Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið og norræna samvinnu auk samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem tryggir frjáls viðskipti við Evrópuríkin. Við stjórn efnahagsmála leggur Frelsi og fullveldi áherslu á ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum, takmörkuð umsvif hins opinbera og lækkun skatta og álaga. Þetta eru höfuðatriðin í stefnu félagsins.