All content for Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu is the property of frubarnaby and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Hlaðvarp um Barnaby, Díönu prinsessu og allt þess á milli.
Í þessum fyrsta aðventuþætti sitja vinkonurnar Lóa og Móa ekki auðum höndum. Þær eru vopnaðar rúmfóbæklingi, vír, skærum og límbyssu því jú það er komið að föndurstund. Þær ræða þess á milli sögulegt jólaföndur og dónalegar piparkökur sem búa í rykugum piparkökuhúsum. Díönuhornið sígilda er á sínum stað en fjölskyldan er auðvitað alltaf við sama heygarðshornið þarna suðurfrá. Síðast en ekki síst opna þær fyrir svokallaða Jóla-línu, þar sem hlustendur geta sent inn jólatengd vandamál sem þær stöllur leysa úr með sinni alkunnu snilli.
Þessi einstaki jólaþáttur er kostaður af Kanínuholunni - fornbókaveröld þar sem jólaandinn á heima.
Frú Barnaby - Hlaðvarp Lóu og Móu
Hlaðvarp um Barnaby, Díönu prinsessu og allt þess á milli.