All content for Forysta & samskipti is the property of Háskólinn á Akureyri and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Gestur Sigurðar í þættinum er Haraldur Daði Ragnarsson, stofnandi og einn af eigendum markaðsstofunnar Manhattan Marketing og lektor við Háskólann á Bifröst, stjórnunarráðgjafi og einn fremsti sérfræðingur landsins í forystufræðum, stefnumótun, breytingastjórnun og í stjórnun viðskiptatengsla (CRM). Í þættinum er sérstaklega rætt um og áhersla á faglega eða árangursríka forystu og hvers vegna fleiri stjórnendur og leiðtogar eru ekki að nýta sér hana. Það er komið inná ótal þætti sem tengjast þessu eins og forystu í teymum og hvað einkennir afburðagott forystufólk. Hann fjallar einnig um viðhorfið ,,ég á þetta… ég má þetta” sem hann telur alltof algengt, og einnig að stór hluti stjórnenda á Íslandi geti gert mun betur til að vera starfi sínu vaxnir og sýni í verki alvöru umhyggju fyrir auðlindinni sem starfsfólkið er. Einnig deilir Haraldur með okkur og segir frá nokkrum stjórnunarbókum sem hann mælir sérstaklega með.