All content for Forysta & samskipti is the property of Háskólinn á Akureyri and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Gestur Sigurðar í þessum þætti er Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hildigunnur hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi og forystumanneskja og er m.a. fyrrum framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fyrrum skólastjóri Sjúkraflutningaskólans auk þess sem hún hefur verið formaður Landssambands heilbrigðisstofnana og setið í stjórnum fagfélaga hérlendis sem erlendis. Hún starfaði einnig lengi sem lektor við Háskólann á Akureyri. Hildigunnur segir okkur frá ýmsum þáttum í starfi sínu á sviði forystu og samskipta, og ræðir m.a. hvernig má byggja upp öflug teymi. Hún kemur líka inná mikilvægi þess að nota mýkt við að leiða og hvað felst í leiðtogafærni. Margt fleira kemur til tals eins og mikilvægi þess að hafa bæði trú á sjálfum sér og öðrum og að deila ábyrgð til þess að valdefla fólk.