
Í þessum þætti förum við yfir starfsemi Hampiðjunnar og fáum Hjört Erlendsson, forstjóra félagsins í viðtal. Félagið tilkynnti á dögunum að það muni færa sig af First North vaxtarmarkaði yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar.
Það er líklega enginn sem þekkir starfsemi Hampiðjunnar betur en Hjörtur en hann hefur starfað hjá félaginu í tæpa fjóra áratugi. Við ræðum við Hjört um félagið, nýlegar yfirtökur, nýsköpun og framtíðina. Góða hlustun!