
Þeir Gísli Garðar og Alex Orri eru vinir sem kynntust í MR og fóru fljótt að forrita saman. Árið 2024 hófu þeir að þróa gervigreindar lausn fyrir heilbrigðisgeirann sem forgangsraðar og greinir eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Lausnin er hönnuð til að létta álag af heilbrigðiskerfinu með því að hjálpa starfsfólki m.a. að vinna hraðar og að skila betri þjónustu.