
Ragnhildur Ágústsdóttir, oft þekkt sem Lady Lava er meðal annars er konan á bakvið Lava Show, einu sýninguna í heiminum þar sem þú getur séð raunverulegt bráðið hraun flæða beint fyrir framan þig. Við fórum við í alla söguna – frá því hvernig hugmyndin kviknaði yfir í öll heimsins klúður á leiðinni, sem og alla stórkostlegu sigrana. Við spjölluðum líka um markaðssetningu, framtíðarsýn Lava Show og auðvitað eldgosin sjálf – hvernig þau virka og allt þar á milli. Þetta er saga frumkvöðuls sem lét drauminn verða að veruleika.