
Í þessum þætti fæ ég til mín Matta Ósvald, oft kallaður markþjálfi Íslands. Við ræddum það meðal annars hvað markþjálfi gerir, hvernig hann hjálpar fólki að vinna að sínum markmiðum og byggja upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Einnig fórum við í það hvernig maður breytir neikvæðu hugarfari í jákvætt og hvað þau sem ná lengst í lífinu eiga öll sameiginlegt. Mjög eflandi og lærdómsríkt spjall!