
Í þessari göngu leiða börnin í 5.bekk Hörðuvallaskóla okkur um sitt nærumhvefi. Leiðin er barnanna og við fáum tækifæri til að heyra sögur þeirra af hverfinu sínu. Við heimsækjum uppáhaldsstaðina þeirra, heyrum af merkilegum steinum og skemmtilegum leikjum.
Hlustendur upplifa persónulegan hljóðheim sem varpar nýju ljósi á það umhvefi sem gengið er í. Frásagnir, leikgleði og söngur barnanna fylla gráa göngustíga lífi og fara með okkur í ferðalag á kunnulegar en jafnframt framandi slóðir.
Flanerí KÓP - Hverfið mitt Kórar er unnið í samstarfi við Hörðuvallaskóla og Bókasafn Kópavogs og er styrkt af Bókasafnssjóði