
Í áttunni og níunni var Hamraborgin miðstöð ungmenna sem hópuðust saman á skiptistöðinni, í undirgöngunum, í hitakompunum í bílakjallaranum. Við opnum inn í ruslarennu minninganna og flönum með Arndísi Hrönn Egilsdóttur og Birgittu Birgisdóttur um Hamraborgina. Þar hittum við fyrir pönkara og vandræðagemsa, gægjumst inn í félagsmiðstöðina Agnarögn og endurupplifum unglingsárin í allri sinni fegurð og ljótleika.
Gengið er frá bekknum við Héraðsskjalasafnið á Digranesvegi 7 niður í undirgöngin, þaðan liggur leiðin djúpt inn í bílastæðahús og loks út á verslunargötuna.
Kort af göngunni má nálgast á flaneri.is
Flanerí KÓP er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.