
Á þessu fyrsta Flaneríi hringsólum við undir og yfir götur, stíga og byggingar. Skoðum útilistaverk í nágrenni menningarhúsanna og veltum fyrir okkur geislum sólarinnar, hreyfingunni í kringum okkur og spyrjum hvort við eigum ekki eitthvað í þessu öllu saman.
Gengið er frá menningarhúsunum, að Sólarslóð Theresu Himmer, undir Borgarholtsbrautina og upp að Kópavogskirkju þar sem gluggar listakonunnar Gerðar Helgadóttur eru í forgunni.
Kort af göngunni má nálgast á flaneri.is
Flanerí KÓP er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.