All content for Fjölburafjör is the property of Arnar og Hanna / Podcaststöðin and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Fjölburaforeldrar ræða við aðra fjölburaforeldra um fjölburalífið
Erla hafði farið í 9 uppsetningar á fósturvísum hjá Art Medica (sem hét þá) og upplifað fósturmissi þegar þau hjón ákváðu að gerast fósturforeldrar. Daginn eftir símhringingu frá barnaverndarnefnd fóru þau á fund og voru komin heim með strákinn sinn sama dag. Þau ákváðu að fara í eina uppsetningu þar sem þau áttu fósturvísi í frysti og voru komin með jákvætt óléttupróf þegar strákurinn þeirra var nýorðinn 1 árs. Þau eignast þá stelpuna sína og þegar hún er 6 mánaða verður hún ólétt af tvíburum sem kom þeim virkilega mikið á óvart. Þau urðu því 4 barna foreldrar á minna en 3 árum.
Fjölburafjör
Fjölburaforeldrar ræða við aðra fjölburaforeldra um fjölburalífið