Fjallakastið fjallar um allt tengt útivst og fjallamennsku. Tölum við áhugaverða viðmælendur með fjölbreyttan bakgrunn í útivist og fjallamennsku. Erum á facebook @fjallakastid og instagram @localicelander
All content for Fjallakastið is the property of Solla Sveinbjörns and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Fjallakastið fjallar um allt tengt útivst og fjallamennsku. Tölum við áhugaverða viðmælendur með fjölbreyttan bakgrunn í útivist og fjallamennsku. Erum á facebook @fjallakastid og instagram @localicelander
Í þessum tíunda þætti af Fjallakastinu, ræddi ég við þá Sigga Bjarna og Heimir um leiðangur þeirra á Everest. Við fáum að kynnast strákunum aðeins og heyra þeirra leið inní fjallamennskuna, hún er mjög ólík hjá þeim félögum og skemmtilega tilviljunar kennd að þeirra leiðir liggja saman. Þrátt fyrir stutt kynni ákvaðu þeir að fara saman í leiðangur, ekki bara stuttan og þægilegan, heldur alla leið á topp veraldar. Það kostaði skipulag og mikið samtal, sem og mikla fjárfestingu í bæðu tíma og pening.
Skipulagið og undirbúningurinn skilaði þeim árangri að þeir stóðu á toppi veraldar og voru þar með 10. og 11. íslendingur til að standa á toppi Everest 8.849m. Ekki nóg með að þeir hafi komist á toppinn, þá gekk á ýmsu í leiðangrinum. Það eru ekki margir sem leggja af stað í leiðangur hvað þá á tímum heimsfaraldurs. Meiðsli og veikindi settu strik í reikninginn og fleira. Þrátt fyrir allt gekk leiðangurinn heilt yfir mjög vel og voru þeir að vonum mjög ánægðir með afrekið. Við ræðum mjög ítarlega um veru þeirra á fjallinu og líðan í gegnum leiðangurinn.
Mæli með að hlusta!
Fjallakastið
Fjallakastið fjallar um allt tengt útivst og fjallamennsku. Tölum við áhugaverða viðmælendur með fjölbreyttan bakgrunn í útivist og fjallamennsku. Erum á facebook @fjallakastid og instagram @localicelander