Albert Eiríksson sagði mér frá nýjum, gömlum og gegnumgangandi draumum í lífi sínu.
Við Hildur Eir spjölluðum um gegnumgangandi þemu í draumalífinu hennar, hvernig skömmin og reiðin birtast í draumum og tilfinningunni fyrir því að vera ,,feik"
Valgerður H. Bjarnadóttir sagði frá mikilvægum draumi og við ræddum um íslenska draumamenningu, draumarækt og alheimsvitundina.
Erna Kristín Stefánsdóttir, ,,Ernuland" segir okkur frá draumum sem endurspegla líkamsmyndina, og draumum um hindranir og baráttu.
Grímkell Arnljótsson segir frá martröðum og draumahúsinu sínu
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, söngkona og æskulýðsfulltrúi segir okkur frá öllum börnunum sem hana hefur dreymt. Svo koma líka við sögu köngulóarvefur og tíðablóð.
Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju segir frá því hvaða áhrif draumar hafa haft á líf hans.
Fyrsti þátturinn! Hér segi ég frá því hvernig mín vegferð í draumavinnu hefur verið, hvernig hún byrjaði og hvar ég er stödd núna.