
Brynja Ploy er sálfræðinemi sem hóf vegferð sína í sálfræði með það markmið að lækna sjálfa sig. Hún er ótrúlega fyndin og það væri algjörlega þess virði að sjá hana á uppistandi!
Brynja hefur sótt Dale Carnegie námskeiðið tvisvar sinnum og verið aðstoðarmaður þrisvar sinnum. Áður vildi hún klára kynningar eins fljótt og auðið var, en í dag nýtur hún þess að tala fyrir framan fólk. Með þjálfun og réttu hugarfari hefur hún umbreytt kvíða í styrkleika.
Í þættinum ræðum við hvernig hún nýtir verkfæri úr Dale Carnegie námskeiðinu í daglegu lífi sínu og námi. Hún leggur mikla áherslu á að hlusta af einlægni og muna það sem fólk segir – þar með talið nöfn. Að muna nöfn er lykilatriði í góðum samskiptum, og Brynja deilir frábærum aðferðum til að þjálfa sig í því. Að gefa sér tíma til að læra og nota nöfn annarra getur styrkt tengsl og byggt traust í samskiptum.
Brynja setur sér markmið á einstakan hátt, sem ég sjálf ætla að nýta mér. Það er ótrúlega hvetjandi að heyra hana tala um hvernig hún skapar sér skýra framtíðarsýn og leggur sig fram um að gefa sér sjálfri tækifæri.
Hvet þig, kæri hlustandi, til að prófa þetta sjálf(ur) – gefðu þér tækifæri!