
Í þessum þætti fáum við að kynnast Köru Hólm, Dale Carnegie þjálfara sem hefur skapað sér einstakt viðhorf og nálgun á lífið. Kara rekur sjálfa sig eins og stórt fyrirtæki og trúir því að það skipti öllu máli að vera með sjálfan sig í liði.
„Ef þú ert ekki með þér í liði, þá er enginn með þér í liði.“
Hún er keppnismanneskja inn að beini og hefur alltaf þorað að stíga út fyrir þægindarammann. Kara er óhrædd við að prófa nýja hluti og segir að það sé lykillinn að því að vaxa og ná árangri. Hún er alltaf með eitthvað í gangi og lifir lífinu af krafti – hjá henni er aldrei dauð stund. Í þættinum ræðum við það sem Kara stendur fyrir: drifkraft, hugrekki og mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig. Hún deilir hugsunum sínum og reynslu sem hafa hjálpað henni að halda áfram, sama hvaða áskoranir mæta henni.